Uppruni Íslendinga - Herúlar, Gotar (Gautar) - 2. hluti

Prófessor Sigurður Norðdal nefnir í bók sinni Íslensk Menning (1942) að Barði Guðmundson bendi á nýja skýringu á tildrögum landnámsins, sem vakið hafi almikla athygli. Barði Guðmundson ritaði greinar er vörðuðu goðorðaskipanina í tímaritin Andvara og Skírni á árunum 1936 - 1939, en það er ekki fyrr en á áratugnum á eftir útkomu Íslenskrar Menningar, á árunum 1942 - 1951 sem Barði birtir greinaflokk sinn Uppruni íslenskrar skáldmenntar, þar sem Herúlakenningin er sett fram með skýrum hætti. Í stuttu máli byggir hún á því að  þjóðflokkur einn hafi á 1. öld e.k. flust frá Norðulöndum að suðurströnd Eystrasalts. Á 3. öld hafi þeir farið í slóð Gota suður að Svartahafi og sest að við Azovshaf austan við byggðir þeirra. Um miðja 4. öld komust þeir undir yfirráð Ermanriks (Hermanric) Gotakonungs, sem í Eddukvæðum kallast Jörumrekur. Þegar Húnar brutust inn í Svartahafslönd nokkru síðar urðu Gotar og Herúlar að lúta veldi þeirra. Um aldamótin 500 bíða Herúlar mikinn ósigur fyrir Langbörðum. Samkvæmt frásögn gríska sagnaritarans Prokopiosar leitaði brot hinnar sigruðu Herúlaþjóðar til Noðurlanda og settist að við byggðir Gauta (Gota). Barði telur að hluti þeirra hafi einnig blandast Dönum (Hálfdanir). Síðan hafi þeir flust til Vestur -Noregs og ráðið löndum þar til Haraldur konungur hárfagri yfirbugaði þá í orustunni í Hafursfirði og meginhluti þeirra varð að hrökklast vestur um haf eða til Íslands. Barði bendir á að arfsagnir Herúlana og átrúnaður hafi aðeins geymst á Íslandi og hvergi annars staðar. Hann bendir á að stjórnskipulag (Goðaveldið) og ýmis menningarleg einkenni séu önnur á Íslandi en hafi tíðkast í Noregi á landnámsöld. Rannsóknir Barða um uppruna Íslendinga varpa því ljósi á frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu og gefa henni heimildargildi, en Snorri segir að Æsir hafi komið frá Svartahafslöndum til Norðurlanda undir forystu 12 hofgoða. "Óðinn setti lög í landi sinu, þau er gengið höfðu fyrr með Ásum." Hann kenndi þeim rúnir, galdra og ljóðagerð.

Framanritað styðst við formála Skúla Þóðarsonar að hinu merka riti Barða Guðmundssonar Uppruni Íslendinga (1959 útg. Menningarsjóður)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vitað mál að íslendingar greftruðu öðru vísi en Norðmenn í Noregi. Þetta eru allt aðrar þjóðir. Þegar íslendingar fluttu frá Noregi lagðist sagnaritun af.  Spánskur prófessor var að rannsaka tákn á Spáni þar sem vitað var að ættkvíslir ísraels fóru í gegn honum til mikillar furðu reyndust þetta vera rúnir. (þetta kom fram í ríkisútvarpinu)

Varðandi íslendinga og ættkvíslatengingu Ísraels þá má ljóst vera að Íslendingar eru af Benjamín ættkvísl minnstu ættkvíslinni. Allir lærisveinar Jesú auk þess var af sömu ætt t.d. Mariu Magdalena, sem þykir ljóst að var barnsmóðir Jesú, en saman eignuðust þau dótturina Söru. Þetta kemur m.a. fram í DaVinci code myndinni, sem byggir á raunverulegum rannsóknum rósinkrossriddarana og kemur m.a. fram í bókinni Holy blood holy grail.  Þetta hefur verið til rannsóknar ma. í Brittish Museum einum öflugustu sérfræðingum heims. Einnig hefur verið gerð blóðflokkagreining ma. á íslendingum sem þykir sanna þetta mál.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Óttalegur hrærigrautur er þetta nú Erlingur. Af hverju má það vera ljóst að Íslendingar séu af Benjmíns ættkvísl? Eitthvað er það nú einkennilegt ef umdeildð þykir mér að bíómynd um bók Dan Brown sé orðin einhver sagnfræðiheimild um hjónaband Drotttins vors Jesú Krists....og hvað? Sannar blóðflokkagreining á Íslendingum að Jesú og María eignuðust dótturina Söru? Ég næ engu samhengi í athugasemd þinni. Þú verður að gera betur,  eða sleppa þessu ella.

Óttar Felix Hauksson, 29.3.2007 kl. 19:48

3 identicon

Ef þú skoðar rit Adams Rutherford pýramidafræðings, en sem kunnugt er Pýramidinn "Biblía í Stein" sjá einnig rit eftir Jónas Guðmundsson Dagrenning. 

Annars hef ég verið meðal annars að rannsaka þessi fræði vel.

Samkvæmt rannsóknum í Biblecode2 en það er innri lykill í Biblíunni, sem staðfestir ættkvíslakenninguna. Það er að hér á íslandi er Benjamín ættkvíslin, Efraim ættkvíslin er í Bretlandi (Stone of Destiny) og síðan er Manase ættkvíslin er í Bandaríkjunum.

Svo vill til að við erum alveg á enda tíma End time. Samkvæmt Biblecode verður ráðist á Iran núna 6 apríl á föstudaginn langa.  Lestu sjálfur. 

http://www.exodus2006.com/index.htm

Fram kemur t.d. bullið í Kaþósku kirkjunni, en Isak Newton komst að því að í Biblíunni hlyti að vera innri lykill. Til þess þurfti samkvæmt Biblecode fræðimönnum. Computer eða tölvu.  Sennilega er engin kirkja rétt í dag.

Ég vísa á nokkrar slóðir:

http://www.biblewheel.com/Canon/AddEsther.asp

Varðandi blodline eða Holy blood bókina þá vitnar Dan Brown í þá bók sem er undirstaðan undir DaVinci code. Dan Brown hefur hins vegar unnið verulega rannsóknarvinnu sjálfur.

http://www.thenazareneway.com/life_of_st_mary_magdalene.htm

Nú varðandi Herúla kenninguna þá er hún rétt að mati þessara vísindamanna sem ég hef verið í sambandi við.

Í pýramidanum er lykiltala ranglega nefnd Displacement factor.

Svo vill til að ég hef sjálfur fundið út úr þessu nefnilega stóra pí.

Stóra pí er 222222/777 =286 eða stóra Pí

286/2= 143 sem hefur talnagildið "son of God"

Fyrir þá sem eru ekkert sérstaklega góð í stærðfræði er það þannig út reiknað. 286x7=2002 Það er árið sem Armageddon hófst. Hvers vegna 286. Fyrir þá sem eru byrjendur í faginu, þá er það svo að 286 er lykiltala Pýramidans mikla sem oft hefur verið nefndur “Biblía í Stein”.
*Áframhaldandi útreikningar*
286x7=2002
Talan 7 er lykiltala Biblíunnar tala dómsins.
222222/777=286 sem er stóra Pí.
Stóra Pí merkir að um Guðdómlega fyrirætlun sé að ræða.
286/2=143 hefur tölugildið “Son of God”
143x999=142857 þetta er svonefnd kraftaverkatala.
Það er þetta er alltaf sama talan í mismunandi röð.

Kraftaverkatalan
142857 x 2 = 285714
142857 x 3 = 428571
142857 x 4 = 571428
142857 x 5 = 714285
142857 x 6 = 857142
Að lokum er (143+1)x(999+1)=144.000 sem er kunn tala.
1.000.000/7=142857,142857142857 og svo frv.

Þeir sem eru búnir að slíta barnskónum í dulspekifræðum vita að þetta byggir á tölum
Hvert er framhaldið?
286+2=288 sem hefur talnagildið D
288x7=2016 þá ætti Armageddon að ljúka. Síðan kemur styttingur upp á 10 ár.
Það er 2016-10 = 2006-7
Það er Armageddon tímabilið er 2002-2006 þetta hefur verið sannað af færustu vísindamönnum heims. Ég hitti yfirmann Pýramidastofnunar Breta. Hann er bókaður c.a. 1,5-2 ár fram í tímann.

Erlingur Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband