Af hverju Sjálfstæðisflokkurinn?

Í kjölfar heimskreppunar og íslenska bankahrunsins, sem reið í garð á slíðastliðnu hausti og hjó harðar og dýpra hér en í öðrum löndum, gerðist það uppi á Íslandi, sem ekki hefur gerst hjá siðuðum þjóðum sem lent hafa í hremmingum efnahagskreppunnar, að vinstri menn nýttu sér stöðuna sem upp var komin til að slá pólitískar keilur með siðlausari og óprúttnari hætti en áður eru dæmi um í íslenskum stjórnmálum Úr ranni Samfylkingarinnar  og VG hófust gegndarlausar ársir á Sjálfstæðisflokkinn og fyrrum formann flokksins Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Í Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega í  Davð Oddssyni átti að kristallast ófarir Íslendiga í efnhagsmálum.

Helstu sérfræðingar kreppunnar,  ef marka mátti athygli fréttamanna,  trúbadorarnir  Hörður Torfason og Bubbi Morthens,  virtust  kunna að greina vandann betur en flestir og fengu fjölmiðlapláss í takt.   Hörður Torfason sem  efndi til mótmælafunda  á Austurvelli undir slagorðinu Raddir Þjóðarinnar fékk í byrjun  lítinn hóp úr röðum ungliða vinstri grænna, og annarra er töldu breytinga þörf. Vinstrisinnað fjölmiðlafólk magnaði strax upp samkomurnar og beindu nú upptökuvélum að því sem fram fór á Ausurvelli. Þar braust út blint hatrið á „varðhundum kerfisins"   ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins  og Davíð Oddssyni.  Alþingi Íslendinga, sem beðið er fyrir í kirkjum landins á hverjum sunnudegi, var svívirt með eggjakasti og rúðubrotum, ráðist var að lögreglu og þingheimi gert ókleift að starfa. Væru fengnir álitsgjafar á ástandi efnahgs- og stjórnmála voru það helst vinstrisinnaðir stjórnmála- eða hagfræðingar og yfirleitt aldrei leiddar fram andstæðar skoaðanir.

Þær stigu síðan fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir og lýstu því yfir að forsendur endurreisnar efnhagsmála og áframhaldandi stjórnarsamvinnu væru:  Í fyrsta lagi  að reka Davíð Oddson úr seðlabankanum, síðan að sækja um EB aðild og taka upp evru!  Forystu Sjálfstæðisflokksins tókst ekki nógu vel upp í fjölmiðlaslagnum, enda fjölmiðlabekkurinn þéttsetinn andstæðingum flokksins og þeim ekki sérlega umhugað að fletta ofan af þessum illa rökstuddu árðursbrögðum.

Ingibörg Sólrún vék til hliðar og Jóhanna Sigurðardóttir sté fram og tók við forystu í góðum takti við það sem á undan var gengið. Ný ríkisstjórn vinstrimanna  var mynduð,  maður úr norska verkamannaflokknum ráðinn seðlabankastjóri og  frönsk kona úr vinstrisinnuðum græningjaflokki ráðin á ofurlaunum til að rannsaka bankahrunið.

Framhaldið varð hálfpartinn biblíusögulegt. Höður Torfason, sem þekkir líklega betur en flestir til eineltis, sigaði hjörð sinni uppí Svörtuloft eins og þeir kalla hús Seðlabankans og Bubbi kom og sló taktinn. Þrjótinn Davíð skyldi svæla út og með honum tvo virta hagfræðinga, þá fyrstu sem höfðu verið ráðnir seðlabankastjórar á faglegum forsendum eftir auglýsingu ( meira að segja af Sighvati Björgvinssyni ráðherra Alþýðuflokksins forvera Samfylkingarinnar). Davíð var náttúrulega helsti óvinur þjóðarinnar og fólk gat helst látið detta sér til hugar að hann hefði prívat og persónulega slegið fjórtánþúsund miljarða í útlöndum og neitaði að borga.  Jón Ásgeir hinsvegar og aðrir útrásarvíkingar, hinir raunverulegu skuldarar sem djarfast höfðu teflt og skuldsett bankanna,  voru svo nýbúnir að borga blaðamönnunum og túbadorunum launin að þeim varð að sjálfsögðu að hlífa við eineltinu. En það var farið heim til Davíðs að næturlagi og verið með háreysti og skrílslæti við hús hans.

Nú nokkrum dögum fyrir kosningar er staðn þessi: Stýrivextir seðlabankans eru 15,5%. Gengi krónunnar er veikara en nokkru sinni fyrr. Atvinnuleysi vex óðfluga og nálgast tuttuguþúsund manns og vinstristjórnin boðar aukin ríkisafskipti og skattahækkanir.  Það er ekki að sjá að norska seðlabankastjóranum hafi tekist vel upp og er sannarlega ekki að gera betri hluti en þríeykið sem var látið víkja með ósæmilegum hætti. Það verður að nefna hér, að Norðmenn voru fljótir til og tryggðu sér starfskrafta Eiríks Guðnasonar og réðu hann sem sérfræðing til norska seðlabankans!

Franska konan er þegar búin að dæma útrásarvíkingana í Silfri Egils og hefur farið fram með þeim hætti, að svo gæti farið að vísa þyrfti málum þeirra frá vegna óhæfi hennar í málsmeðferðinni!  Allt er þetta nú á sömu bókina lært. Það er farið fram af fumi og fáti í flestum málum og oftar en ekki látið stjórnast af pólitískum hvötum frekar en þeim hagsmunum sem í húfi eru hverju sinni.

 Ráð vinstri stjórnarinnar gætu reynst íslenskri þjóð dýrkeypt, dýpkað kreppuna enn frekar og aukið vansæld fólksins í landinu.

Það er engum blöðum um það að fletta að forystu Sjálfstæðisflokksins var brugðið að missa Davíð Oddson úr brúnni. Geir Haarde, sá ljúfi drengur, reyndist ekki jafn einarður í viðskiptum sínum við andstæðingana og gaf þeim óþarfa færi á okkur. Bjarni Benediktsson er nýr formaður flokksins ungur og hugumstór og ætla ég að vitna til orða hans:   Gleymum því ekki úr hverju hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar eru gerðar. Þær er sprottnar úr íslenskum jarðvegi og innblásnar af anda sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hugsjónirnar fela í sér þá grundvallartrú á fólkið sem landið byggir að því sé best treystandi til þess að marka sér leið í lífinu. Hagur okkar allra er að stjórnvöld standi vörð um það frelsi sem okkur var gefið við fæðingu, færi okkur öllum öryggi og tækifæri, og stuðli að sem mestum lífsgæðum. Með því sköpum við hagstæð skilyrði fyrir verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu og tryggjum að velferðin byggi á varanlegum grunni.

Undir þessi orð Bjarna Benediktssonar vil ég taka heilshugar. Á laugardaginn skulum við flykkja okkur um sjálfstæðisstefnuna. Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka  mun vísa okkur fram á veginn til lausnar þeim vanda sem þjóðin er i. Við verðum að vera fullkomlega heiðarleg og halda okkur við sannleikann í öllum málum. Það eru miklir erfiðleikar í efnahagsmálum. Aðalatriði er að halda fullveldi okkar og sjálfstæði, sýna ráðdeild og sparsemi, reyna að afla meira en við eyðum. Skapa atvinnuvegum skilyrði til að vaxa og dafna á nýjan leik með heilbrigðu bankakerfi og skýrum leikreglum. Höfnum skattpíningarstefnu og ríkisforsjá vinstri flokkanna. X-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband