700 milljörðum dollara mokað í 165 billjóna dollara holu.

Á bloggvef breska Evrópuþingmannsins David Hannah kemur John Storm með eftirfarndi athugsemd:

"The fact is that you can´t plug a 165 tirllion hole with a 700 billion plug"

 Er ríkisábyrgð á skuldarana réttlætanleg? Hvernig er staðan hér á Íslandi? Er búið að greina vandann. Eru fjármálastofnanir með það á hreinu hversu háar heildarskuldir fjármálageirans og atvinnulífsins eru.

Hverjar eru skammtímaskuldirnar og hvaða veltufjármunir eru til að mæta þeim? Hverjar eru langtímaskuldirnar og hverjar eru eignirnar á móti? Hver þörfin fyrir lánsfé og hvaða ábyrgðir eru á móti? Sem betur fer hefur ríkisstjórnin í hátt á annan áratug, undir forystu Davíðs Oddsonar og Geirs Haarde náð að koma ríkisfjármálunum í það horf að ríkissjóður er nær skuldlaus.

En útlitið í ríkisfjármálum næsta árs er ekki gott. Ef Það er rétt sem maður hefur heyrt fleygt að heildarskuldir fjármállastofnana og atvinnulífs séu 10.000 miljarðar króna og skammtímaskuldir (næstu 12 mánuði) 2.000-3.000 miljarðar króna. Þá er ríkissjóður engan veginn í stakk búinn til að mæta þeim vanda.

Ríkissjóður og seðlabanki eru ekki þeir sem hafa skuldsett sig um efni fram. Það hafa fyrtæki og einstklingar gert. Það er vafasamt hvort eigi að velta öllu á almenning með innspýtingu í kerfið í gegnum ríkissjóð. Hin einfalda mynd er þessi; fyrirtæki og einstaklingar fjármagna sig í gegnum viðskiptabanka og bankar fjármagna sig með vaxtamun og þjónustugjöldum. Gangi þetta ekki upp blasir gjaldþrot við. Hætt er við að stór hluti almennings og fyrirtækja eigi í vandræðum. Hafi ekki kunnað fótum sínum fjörráð í uppsveiflu síðustu ára. Ríkisstjórnin þarf eflaust að fara í óvinsælar aðgerðir en ráðherrarnir verða menn að meiri þegar til lengri tíma er litið ef þeir gera hlutina nú af ábyrgð og festu. Það getur verið að þurfi að setja einhverjar skorður á viðskiptafrelsið, því miður hefur reynslan sýnt að sumir þola ekki frelsið og fara illa með það. Það segir ekkert um að frelsð virki ekki, heldur það að sumir misnota frelsið. Við vitum að það er hættulegt að hleypa dópistum lausum inn í lyfjabúð, eins er með gráðuga áhættufíkla í viðskiptaheiminum. Þeir þurfa eftirlit og strangt aðhald, annars er fjandinn laus og andvaralaus almenningur getur vaknað upp við vondan draum.  

 


mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband