Fyrsta bloggfærsla

Búið að vera annasamur dagur. Fór eldsnemma upp á Keflvíkurflugvöll með Jóa Helga í áritun. Fundur hjá stjórn FHF í hádeginu, ég var ánægður með fundinn. Jonni Garðars bindur mannskapinn vel saman og andinn er ágætur. Ég fór á 3ja jólahlaðborðið á einni viku í kvöld (og það siðasta ætla ég rétt að vona!) Gamli vinahópurinn hittist á Hereford við Laugaveg. Sá staður er nú ekki til að mæla með í jólahlaðborð. Fábreytnin í frambornum réttum var slík að verðlagning uppá 5.500 kr.- var engan vegin réttlættanleg. Enda lítið að gera og þegar líða tók á kvöldið slæddist inn á barinn yngra fólk sem var meira í drykkju- en matarhugleiðingum og fékk staðurinn á sig æ búllulegra yfirbragð eftir því sem á leið. Alls ekki huggulegt fyrir settlega herramenn á sextugsaldri eins og okkur vinina, um það vorum við nokkuð sammála. Jæja Bolton heimsækir Aston Villa til Birmingham á morgun, ég vona að þeir sæki þrjú stig þangað suð´reftir.  Góða nótt, Guð blessi Ísrael og fyrirgefi oss vorar syndir í náðarkrafti sínum. Miskunna þú oss Drottinn.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband