Sannleikurinn

Sannleikurinn er eins og bjúgverpill. Menn reyna að kasta honum frá sér en fá hann alltaf til baka og stundum beint í hausinn eins og Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Samfykingarinnar í Kópavogi í þessu máli. Hann segist standa við fyrri yfirlýsingar því engin ný gögn hafi komið fram. Það er nefnilega mergur málsins. Hann hefuir öll gögn undir höndum og hefur haft frá upphafi. Hann er ritari stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs og veit allt um málið, hefur alltaf vitað. Hann hefur bara ekki siðferðisþrek til að standa á bak við ákvarðanir þeirrar stjórnar. 
mbl.is Stendur við fyrri orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Ótrúlegt að fylgjast með þessu, sérstaklega ef hann er ritari stjórnar. Var hann að vinna vinnuna sína? Kannski er Flosi eins og hinn nýji Machiavelli vorra tíma?

Kveðjur Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óttar ég fylgist með úr hæfilegum fjarska á þessa innansveitarkróníku í nágranasveitarfélaginu. En að allt öðru, ég var að hugsa það hvað sagan endurtekur sig og fer oft í hringi. Núna eruð þið (og við) Hörður Torfa orðnir bandamenn á móti Icesave. Það eru broslegar hliðar á lífinu þó þetta sé í raun bæði alvarlegt og sorglegt hvernig komið er.  Svo vona ég að þetta fari allt vel í Kópavoginum hjá ykkur.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er nú bara spurning við hvaða fyrri orð Flosi ætlar að standa. Við fyrstu yfirlýsingu sína þar sem fram kemur að hann verji ákvarðanir stjórnar, eða þá þar sem hann vissi ekki neitt af því sem fram fór. Sem ritari stjórnar er þetta mjög vandræðalegt. Sennilega hefur Flosi talið að hann væri á miðilsfundi og allt sem hann gerði og sagði á fundunum hafi verið gert að handan. Því beri hann enga ábyrgð.  

Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hversvegna skyldu þeir Ómar, Flosi og Jón Júl vera hæfari til þess að sitja í bæjarstjórn en Gunnar þegar lögreflurannsókn stendur yfir á þeim. Ég finn ekki aðra skýringu en þá sem raunar kemur fram í yfirlýsingum þeirra , að þeir séu svo vitlausir að þeir skilji ekki hvað fram fer á fundum, skilji ekki eigin tölvupósta eða mælt mál framkvæmdastjórans sem er kona. Látum vera þó þeir skilji ekki Dr. Gunnar, sem á stundum erfitt með að skýra út einfalda hluti þar sem hann hefur verið meira á háskólastiginu í raunvísindum en í máladeildinni, hvað þá í tossabekkjunum. Og það eru svo líka stjórnarskrárvarin réttindi að fólk hefur leyfi til þess að vera hálfvitar. Þessvegna hafa þeir Ómar, Flosi og Jón Júl áreiðanlega fullan rétt á að vera kyrrir.

Halldór Jónsson, 29.6.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband