Lukkupottur!

Þetta hlýtur að teljast góður dráttur fyrir íslenka knattspyrnuáhugamenn og ekki síður fyrir fjárhag KSÍ.  Danir eru eina Norðulandaþjóðin sem okkur hefur aldrei tekist að leggja að velli í knattspyrnu og hafa leikir gegn Dönum alltaf vakið eftirvæntingu og spennu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að innbyrða langþráðan sigur. Norðmenn eru einnig aufúsugestir og  verðugir andstæðingar. Íslendingar lögðu þá að velli í vígsluleik Laugardalsvallar sumarið 1959. 1-0 sigur með glæsilegu skallamarki Ríkharðs Jónnsonar í einum eftirminnilegasta kappleik sem ég hef séð. Síðan höfum við náð nokkrum sinnum að sigra Norðmenn. Hinir léttleikandi Portúgalir með sjálfan Christiano Ronaldo innanborðs munu laða að knattspyrnuáhugamenn í þúsundatali á Laugardalsvöllin. Kýpurbúar eru hærra skrifaðir en við á blaðinu hjá FIFA, en við gætum haft betur gegn þeim á góðum degi. Spá mín er sú að Portúgalir og Danir fari upp úr riðlinum, Norðmenn hafni í þriðja sæti og Íslendingar og Kýpurbúar berjist hetjulega á botni riðilsins um fjórða sætið.
mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband