Gengið framhjá

Það vekur athygli miðað við frammistöðu leikmanna undanfarna mánuði, að gengið skuli framhjá Alfreði Finnbogasyni við val á landsliðinu. En varla er hægt að segja að það sæti furðu, því tilburðir Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara við að koma saman sterku liði hafa verið einkar ósannfærandi upp á síðkastið. Um það ber árangur liðsins ljóst vitni. Stjórn KSÍ virðist eiga fá kosti, finnst þeir kjósa að að treysta Ólafi áfram til þessara verka.
mbl.is Eiður Smári ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

"mímímí veldu gylfa" "mímímí veldu alfreð" "mímímí veldu mig" ... þetta væl hættir aldrei, allir hafa skoðun og flestar eru þær viljaverafágaðar og vanmáttarlegar. Best væri bara ef fótboltainnlifunin væri svo mikið að helstu seggirnir gleymi að þeir séu skrifandi og talandi og reiðist bara innra með sér.

Leifur Finnbogason, 23.8.2010 kl. 17:40

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óttar það væri ekkert óeðlilegt við það að besti leikmaður Íslandsmótsins kæmist í landsliðið. Hins vegar teldi ég eðlilegra að við einbeittum okkur að U21 og létum ungu leikmennina ná árangri þar, þeir eiga möguleika á að komast í útslitakeppnina.

Það eru margir sem hafa gaman af Össuri Skarphéðinssyni þegar hann bloggar drukkinn. Þegar menn eru hins vegar að blogga dauðadrukknir eins og þessir leifar, þá getur það orðið þreytandi. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband