Af ţeim áhuga sem flestum virđist í blóđ borinn, ađ leita uppruna síns, hef ég ađ undanförnu gluggađ í gamlar bćkur sem fjalla um uppruna íslenkrar ţjóđar. Er ég orđinn enn stađfastari í ţeirri kenningu ađ uppruni ţjóđainnar sé gotneskur. Ebeneser Henderson hét mađur sem kom hér og ritađi bók um dvöl sína í landinu á árunum 1814-1815. Ţar segir hann svo frá í skýrum orđum: "The Icelandic is justly regarded as the standard of the grand northern dialect of the Gothic language." Á međan hann heldur ţví fram ađ sćnska og danska og reyndar norska sem sé nokkurs konar díalekt milli sćnsku og dönsku, séu frekar af tetónskum eđa germönskum meiđi. Til ađ stađreyna ţetta er fróđlegt ađ sýna dćmi. Ţađ ber svo vel í veiđi ađ gotneskt ritmál frá ţví um áriđ 350 hefur varđveist. Wulfia (Úlfur) hét mađur sem sneri Biblíunni á gotneska tungu. Prófessor Jón heitinn Helgason í Árnasafni gerđi biblíutexta Wulfia ađgengilegan i formála bókar sinnar Kviđur af Gotum og Húnum. Textinn er svona: "Wairţai wilja ţeins, swe in himina jah ana aírţai" (verđi vilji ţinn, svo í himni og á jöđu). Ţađ er sláandi hversu nútíma íslenska er lík ţessum forna texta ađ stofni til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)