Eiturlyf og vændi

Það er furðulegt að fylgjast með umræðunni um vændislögin. Það ætti öllum að vera ljóst að í siðblindum heimi auðhyggju og græðgi þar sem auglýsing og sala á holdlegum nautnum verður fyrirferðarmeiri og sjáanlegri með degi hverjum, verður æ erfiðara að fela svörtu bletti "siðmenningarinnar", systkinin eiturlyf og vændi. Hvað er til ráða hvernig á hefta vöxt ósómans?

Það vefst eitthvað fyrir löggjafanum. Það gilda ekki ein lög á ósómann. Þar er sala á eiturlyfjum stranglega bönnuð en sala á vændi er ekki refsiverð. Það á semsagt að leyfa dömunum að bjóða blíðu sína gegn borgun án refsingar. Helstu rökin eru hugsanlegar félagslegar aðstæður þeirra (gætu verið í launavinnu við þetta hjá þriðja aðila, erfitt að fá aðra vinnu, fátækt o.s.frv.). Ein kynsystir blíðusalanna, löggjafarþingsfulltrúinn, Kolbrún Halldórdóttir, hélt því blákalt fram að þetta væri mestmegnis af félagslegri nauð (mansal, nauðganir, meiðingar, hótanir ofl.). Ég segi nú bara eins og Jensen gamli: " Hvurslags vitleysa er nú þetta". Mellustand, þessi "elsta atvinnugrein heimsins" hefur færst gífurlega í vöxt í heiminum. Á ferðum mínum um heiminn á síðusu árum hefur vændissala kvenna  aukist stórlega. Þetta er orðið sérlega hvimleitt inni á hótelunum. Stundum er þetta eins óþægilegt og að lenda í flugnageri, Þær elta menn að lyftunum og jafnvel inn í lyfturnar. Flestar hverjar líta á þetta sem "easy money", það er nú bara svo. Kolbrún kom með skáldlega lýsingu, sem minntu á kafla úr þrjátíu ára gamalli bók "Þegar vonin ein er eftir", í þeirri lýsingu hennar fann ég ekki mikinn samhljóm við þann raunveruleika sem við horfum á í dag, þó eflaust megi draga fram einstök tilvik ofbeldis og niðurlægingar sem ávalt fylgja þessu lífi. 

Ef að vændissla á að vera refsilaus, eigum við þá ekki  að leyfa öllum þeim sem bjóða eiturlyf til sölu að gera það refsilaust, þeir eru kannski ekki beint í þessu fyrir peningana heldur bara af "félagslegri nauð" eins og vændiskonurnar. Nei, það þarf heildstæða löggjöf. Eiturlyf og vændi eru þjóðfélagsböl, fylgifiskur hignandi siðferðis vestrænnar menningar og haldast oftast í hendur. Bið að lokum Drottinn að blessa og  líkna öllum þeim einstaklingum og  fjölskyldum sem líða fyrir þetta og þurfa að heyja lífsbaráttuna í skugga þessa óþverra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugaverð grein, og væri athyglisvert að íhuga þetta mál í tengslum við klámumræðuna sem brann eins og sinueldur á allra vörum um daginn. Gaman að þú skulir vera byrjaður að blogga vinur.

Hrannar Baldursson, 20.3.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband