Árásir á hina kristnu

Ég hef orðið var við að tilvísanir mínar í trú í lok bloggfærslna hafa valdið titringi hjá sumum. Á tímum hnignandi siðferðis í rótlausum heimi, þar sem eftirsókn í andleg verðmæti hefur smátt og smátt vikið fyrir taumlausum dansinum í kringum gullkálfinn virðast hin gömlu gildi kristninnar ekki eiga upp á pallborðið. Fólk er búið að steingleyma fermingarheiti sínu, sumir verða jafnvel reiðir og sárir ef þeir eru með einhverjum hætti minntir á trúarlegan grundvöll tilveru sinnar, ráðast þá gjarna á hina kristnu og úthrópa þá sem ofstækismenn fyrir þær sakir einar að reyna standa við fermingarheit sitt!

En munum að hinir kristnu hafa á öllum tímum átt í vök að verjast, allt frá fyrstu öld. í Efesus bréfi segir:"Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætis og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda."

Bið Drottinn að blessa þá sem af djörfung bera fram boðskap fagnaðarerindisins og skýla þeim fyrir örvum óvinarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég hef orðið var við að tilvísanir mínar í trú í lok bloggfærslna hafa valdið titringi hjá sumum."

Gaman væri að sjá eða heyra meira um þennan titring.

Matthías Ásgeirsson

Matti (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Það var eftir símtal og viðræður á frekar vingjarnlegum nótum á Windows Messenger við einn lesenda síðunnar, sem ég settist niður og skrifaði þessa færslu. Þakka þér fyrir Matthías (fallegt biblíulegt nafn) að nenna að lesa pistilinn og að hafa fyrir því að setja inn þessa athugasemd. Því oftast er nú vafasamt að "hinta" að einhverju sem þriðji aðili getur ekki staðreynt. Ég mun reyna að seniða hjá slíku framvegis í blogginu. Bestu kveðjur,

Óttar Felix

Óttar Felix Hauksson, 21.3.2007 kl. 18:29

3 identicon

Takk Óttar.  Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhverjir bloggarar hefðu verið að skjóta á þig.

Matthías Ásgeirsson 

Matti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband