Færsluflokkur: Bloggar

700 milljörðum dollara mokað í 165 billjóna dollara holu.

Á bloggvef breska Evrópuþingmannsins David Hannah kemur John Storm með eftirfarndi athugsemd:

"The fact is that you can´t plug a 165 tirllion hole with a 700 billion plug"

 Er ríkisábyrgð á skuldarana réttlætanleg? Hvernig er staðan hér á Íslandi? Er búið að greina vandann. Eru fjármálastofnanir með það á hreinu hversu háar heildarskuldir fjármálageirans og atvinnulífsins eru.

Hverjar eru skammtímaskuldirnar og hvaða veltufjármunir eru til að mæta þeim? Hverjar eru langtímaskuldirnar og hverjar eru eignirnar á móti? Hver þörfin fyrir lánsfé og hvaða ábyrgðir eru á móti? Sem betur fer hefur ríkisstjórnin í hátt á annan áratug, undir forystu Davíðs Oddsonar og Geirs Haarde náð að koma ríkisfjármálunum í það horf að ríkissjóður er nær skuldlaus.

En útlitið í ríkisfjármálum næsta árs er ekki gott. Ef Það er rétt sem maður hefur heyrt fleygt að heildarskuldir fjármállastofnana og atvinnulífs séu 10.000 miljarðar króna og skammtímaskuldir (næstu 12 mánuði) 2.000-3.000 miljarðar króna. Þá er ríkissjóður engan veginn í stakk búinn til að mæta þeim vanda.

Ríkissjóður og seðlabanki eru ekki þeir sem hafa skuldsett sig um efni fram. Það hafa fyrtæki og einstklingar gert. Það er vafasamt hvort eigi að velta öllu á almenning með innspýtingu í kerfið í gegnum ríkissjóð. Hin einfalda mynd er þessi; fyrirtæki og einstaklingar fjármagna sig í gegnum viðskiptabanka og bankar fjármagna sig með vaxtamun og þjónustugjöldum. Gangi þetta ekki upp blasir gjaldþrot við. Hætt er við að stór hluti almennings og fyrirtækja eigi í vandræðum. Hafi ekki kunnað fótum sínum fjörráð í uppsveiflu síðustu ára. Ríkisstjórnin þarf eflaust að fara í óvinsælar aðgerðir en ráðherrarnir verða menn að meiri þegar til lengri tíma er litið ef þeir gera hlutina nú af ábyrgð og festu. Það getur verið að þurfi að setja einhverjar skorður á viðskiptafrelsið, því miður hefur reynslan sýnt að sumir þola ekki frelsið og fara illa með það. Það segir ekkert um að frelsð virki ekki, heldur það að sumir misnota frelsið. Við vitum að það er hættulegt að hleypa dópistum lausum inn í lyfjabúð, eins er með gráðuga áhættufíkla í viðskiptaheiminum. Þeir þurfa eftirlit og strangt aðhald, annars er fjandinn laus og andvaralaus almenningur getur vaknað upp við vondan draum.  

 


mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er til fyrirmyndar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er mikill fyrirmyndarmaður. Hann er ekki ekki aðeins vinnusamur ráðherra eins og alþjóð veit,  heldur reynir hann jafnframt  ávalt að leysa úr málum á jákvæðan hátt. Mágkona mín, sem undanfarin fjögur ár hefur látið drauma sína rætast og siglt á skútu með manni sínum um öll heimsins höf, þurfti að hafa samband við ráðuneytið út af vegabréfi sínu, hún sendi okkur hjónum eftirfarandi tölvupóst um samskipti sín við dómsmálaráðuneytið:

 "Ég skrifaði Birni Bjarnasyni fyrirspurn varðandi aukavegabréf (mér hafði verið bent á að hafa samband við dómsmálaráðuneytið) og varð ekkert smáhissa þegar karl svaraði mér um hæl og það á sunnudegi.Það eru sko örugglega ekki mörg lönd í heiminum sem almennur þegn getur skrifað ráðherra og fengið persónulegt svar um hæl! Ég ætla að etja þetta í enska textann á síðunni okkar næst þegar ég skrifa of monta mifg af Birni!

Bestu kveðjur, Áslaug, Kári, Kata.

 www.simnet.is/aoa"

Já það þarf ekki að spyrja af  Birni Bjarnasyni, hann er engum líkur. Svona eiga sýslumenn að vera.


Enn versnar málfarið á Mogganum

Það er auðvitað enginn endi á lánsfjárkreppunni (nema kannski einhverjir lausir endar), en það gæti hugsanlega einhverntíma orðið endir á henni. Koma svo! Reyna að vanda sig.
mbl.is Enginn endi á lánsfjárkreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ísraelskan uppruna Íslendinga - 12 ættvíslir Ísraels- 3. hluti

Nú fer ég að ljúka þessum skrifum í bili um uppruna þjóðarinnar. Í þriðja og síðasta hlutanum varpa ég ljósi á athyglisverðar ábendingar sem komið hafa fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum á afdrifum ísraelsku ættkvíslana 10 sem hernumdar voru af Assyríumönnum. Ættkvísl Gad, sonar Jakobs(sá er kallaður var Ísrael), er talin hafa flust vestur til Evrópu hundruðum ára fyrir Krist og tekið sér bólfestu á Norðulöndum. Gad (borið fram "gawd" skv. Strong´s Concordance and Lexicon) er samstofna wið enska orðið Goth (ísl. Goð) samber Goðar, Gotar, Gautar, Gotland, Gautland. Athyglisverðar eru rannsóknir Ísraelsmanna á þessum skyldleika (sjá hér að neðan). Flest þykir mér benda til þessa skyldleika. Aðallega er það þó sagnfestan sem heillar mest.  Það er nú einu sinni svo að arfsagnir geymast fyrst og fremst í ættunum. Hverjir væru líklegir til að geyma arfsögnina um Thor Jensen? Thorsararnir auðvitað. Blöndalarnir geyma ættarsögur Blöndalsættarinnar. Sveinatunguættin á sér heilagan kaleik, að fyrsta steinsteypta hús á Íslandi sé Sveinatunga í Norðurárdal byggð 1895. Hverjir eru líklegastir til að halda þeirri þekkingu til haga? Auðvitað Sveinatunguættin sjálf. Íslendingar einir þjóða hafa varðveitt fornar kviður af  Gotum og Húnum. Af hverju? Af því þar er sagt frá forfeðrum þjóðarinnar. Snorri Sturluson skrifar Heimskringlu uppi á Íslandi. Barði Guðmundsson landsbókavörður á Íslandi leiðir rökum að þessum uppruna. Rúnaletrið sem talið er að Herúlar hafi flutt með sér til Norðurlanda er skylt hebresku og aramísku ritmáli. Tveir synir Gad eru Arodi og Areli (í hebresku Ha-aredi og Ha-erili). Við skynjum skyldleikann við Hörðaland, Reiðgotaland, (Hreiðgota) og Herúla, kalmannsnöfnin Hörður, Hreiðar og Hrólfur eða Herjólfur, Arelíus.  Samkvæmt rannsóknunum er Gad ættkvíslin mest dreifð á Norðurlöndum í nágrenni við ættkvíslir Dan (Danmörk) og Naftalí.  Dan ættkvíslin skiftist í þrennt og var einn hluti hennar í nágrenni við ættkvísl Gad í Galíleu fyrir herleiðingu. Að Naftalí sé í nágrenni þarf ekki að koma á óvart, Dan og Naftalí voru sammæðra. 

The Goths were to dominate the region of Scythia, north of the Black Sea, and here river names, such as Don, Danaper (Dnieper), Danaster, and Danube, all bear witness to the presence of Dan. Strabo25 says expressly that the DANUBE was known to have received its name from the Scyths¨ . The Aorsi (from north of the Caucasus) were neighboured by the UDINI26 whose name is said to mean The DONS.  Amongst Scythian (and Gothic) clans the name DAN or compounds of it is considered typical27.

DAN AND THE SONS OF GAD: THE ARODI AND ARELI OF NORWAY AND SWEDEN.

             The Arodi and Areli of Gad were also once linked with Denmark of Dan. Denmark of the Danes was for a time ruled by the Hread-Goths or Hrodgoths28 who were either the same as, or at least related to, the HARUDI (Hardi).  The Harudi from Denmark migrated to Hordaland29 in Norway in the 200s and 300s CE. Also once in Denmark were the ERULI (Harules) who were expelled somewhere between 100-500 CE30 and wandered extensively before finally returning to Scandinavia where some may have received part of their former patrimony in Denmark back while others (possibly the bulk) settled in Swedenê. The Herules are famous as a fierce, energetic, and knowledgeable people31. More than any other group they are considered to have been masters of the semi-secret Runic script. Runes in the early stages were especially associated with Gothic civilization that was reasonably cultured despite hostile and primitive surroundings. RUNIC letters originated in the Middle East and are derived mostly from the ancient HEBREW scriptY. Both the Harudi and Eruli (Harules) are related to sons of Gad, Harudi from the Arodi of Gad, and Eruli from Areli (Numbers 26; 17).

Sé ofanskráð allt saman satt og rétt sé ég lítið annað í stöðunni fyrir alla Íslendinga en að stefna að því að sameinast þjóð sinni Ísreal á Síonsfjalli, falla fram og ákalla Drottinn sinn og biðja hann blessunar og fyrirgefningar.

   

 


Uppruni Íslendinga - Herúlar, Gotar (Gautar) - 2. hluti

Prófessor Sigurður Norðdal nefnir í bók sinni Íslensk Menning (1942) að Barði Guðmundson bendi á nýja skýringu á tildrögum landnámsins, sem vakið hafi almikla athygli. Barði Guðmundson ritaði greinar er vörðuðu goðorðaskipanina í tímaritin Andvara og Skírni á árunum 1936 - 1939, en það er ekki fyrr en á áratugnum á eftir útkomu Íslenskrar Menningar, á árunum 1942 - 1951 sem Barði birtir greinaflokk sinn Uppruni íslenskrar skáldmenntar, þar sem Herúlakenningin er sett fram með skýrum hætti. Í stuttu máli byggir hún á því að  þjóðflokkur einn hafi á 1. öld e.k. flust frá Norðulöndum að suðurströnd Eystrasalts. Á 3. öld hafi þeir farið í slóð Gota suður að Svartahafi og sest að við Azovshaf austan við byggðir þeirra. Um miðja 4. öld komust þeir undir yfirráð Ermanriks (Hermanric) Gotakonungs, sem í Eddukvæðum kallast Jörumrekur. Þegar Húnar brutust inn í Svartahafslönd nokkru síðar urðu Gotar og Herúlar að lúta veldi þeirra. Um aldamótin 500 bíða Herúlar mikinn ósigur fyrir Langbörðum. Samkvæmt frásögn gríska sagnaritarans Prokopiosar leitaði brot hinnar sigruðu Herúlaþjóðar til Noðurlanda og settist að við byggðir Gauta (Gota). Barði telur að hluti þeirra hafi einnig blandast Dönum (Hálfdanir). Síðan hafi þeir flust til Vestur -Noregs og ráðið löndum þar til Haraldur konungur hárfagri yfirbugaði þá í orustunni í Hafursfirði og meginhluti þeirra varð að hrökklast vestur um haf eða til Íslands. Barði bendir á að arfsagnir Herúlana og átrúnaður hafi aðeins geymst á Íslandi og hvergi annars staðar. Hann bendir á að stjórnskipulag (Goðaveldið) og ýmis menningarleg einkenni séu önnur á Íslandi en hafi tíðkast í Noregi á landnámsöld. Rannsóknir Barða um uppruna Íslendinga varpa því ljósi á frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu og gefa henni heimildargildi, en Snorri segir að Æsir hafi komið frá Svartahafslöndum til Norðurlanda undir forystu 12 hofgoða. "Óðinn setti lög í landi sinu, þau er gengið höfðu fyrr með Ásum." Hann kenndi þeim rúnir, galdra og ljóðagerð.

Framanritað styðst við formála Skúla Þóðarsonar að hinu merka riti Barða Guðmundssonar Uppruni Íslendinga (1959 útg. Menningarsjóður)

 


Af gotneskum uppruna Íslendinga- glöggur maður Ebeneser Henderson - 1. hluti

Af þeim áhuga sem flestum virðist í blóð borinn, að leita uppruna síns, hef ég að undanförnu gluggað í gamlar bækur sem fjalla um uppruna íslenkrar þjóðar. Er ég orðinn enn staðfastari í þeirri kenningu að uppruni þjóðainnar sé gotneskur. Ebeneser Henderson hét maður sem kom hér  og ritaði bók um dvöl sína í landinu á árunum 1814-1815.  Þar segir hann svo frá í skýrum orðum: "The Icelandic is justly regarded as the standard of the grand northern dialect of the Gothic language." Á meðan hann heldur því fram að sænska og danska og reyndar norska sem sé nokkurs konar díalekt milli sænsku og dönsku, séu frekar af  tetónskum eða germönskum meiði. Til að staðreyna þetta er fróðlegt að sýna dæmi. Það ber svo vel í veiði að gotneskt ritmál frá því um árið 350 hefur varðveist. Wulfia (Úlfur) hét maður sem sneri Biblíunni á gotneska tungu. Prófessor Jón heitinn Helgason í Árnasafni gerði  biblíutexta Wulfia aðgengilegan i formála bókar sinnar Kviður af Gotum og Húnum. Textinn er svona: "Wairþai wilja þeins, swe in himina jah ana aírþai" (verði vilji þinn, svo í himni og á jöðu). Það er sláandi hversu nútíma íslenska er lík þessum forna texta að stofni til. 


Árásir á hina kristnu

Ég hef orðið var við að tilvísanir mínar í trú í lok bloggfærslna hafa valdið titringi hjá sumum. Á tímum hnignandi siðferðis í rótlausum heimi, þar sem eftirsókn í andleg verðmæti hefur smátt og smátt vikið fyrir taumlausum dansinum í kringum gullkálfinn virðast hin gömlu gildi kristninnar ekki eiga upp á pallborðið. Fólk er búið að steingleyma fermingarheiti sínu, sumir verða jafnvel reiðir og sárir ef þeir eru með einhverjum hætti minntir á trúarlegan grundvöll tilveru sinnar, ráðast þá gjarna á hina kristnu og úthrópa þá sem ofstækismenn fyrir þær sakir einar að reyna standa við fermingarheit sitt!

En munum að hinir kristnu hafa á öllum tímum átt í vök að verjast, allt frá fyrstu öld. í Efesus bréfi segir:"Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætis og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda."

Bið Drottinn að blessa þá sem af djörfung bera fram boðskap fagnaðarerindisins og skýla þeim fyrir örvum óvinarins.


Eiturlyf og vændi

Það er furðulegt að fylgjast með umræðunni um vændislögin. Það ætti öllum að vera ljóst að í siðblindum heimi auðhyggju og græðgi þar sem auglýsing og sala á holdlegum nautnum verður fyrirferðarmeiri og sjáanlegri með degi hverjum, verður æ erfiðara að fela svörtu bletti "siðmenningarinnar", systkinin eiturlyf og vændi. Hvað er til ráða hvernig á hefta vöxt ósómans?

Það vefst eitthvað fyrir löggjafanum. Það gilda ekki ein lög á ósómann. Þar er sala á eiturlyfjum stranglega bönnuð en sala á vændi er ekki refsiverð. Það á semsagt að leyfa dömunum að bjóða blíðu sína gegn borgun án refsingar. Helstu rökin eru hugsanlegar félagslegar aðstæður þeirra (gætu verið í launavinnu við þetta hjá þriðja aðila, erfitt að fá aðra vinnu, fátækt o.s.frv.). Ein kynsystir blíðusalanna, löggjafarþingsfulltrúinn, Kolbrún Halldórdóttir, hélt því blákalt fram að þetta væri mestmegnis af félagslegri nauð (mansal, nauðganir, meiðingar, hótanir ofl.). Ég segi nú bara eins og Jensen gamli: " Hvurslags vitleysa er nú þetta". Mellustand, þessi "elsta atvinnugrein heimsins" hefur færst gífurlega í vöxt í heiminum. Á ferðum mínum um heiminn á síðusu árum hefur vændissala kvenna  aukist stórlega. Þetta er orðið sérlega hvimleitt inni á hótelunum. Stundum er þetta eins óþægilegt og að lenda í flugnageri, Þær elta menn að lyftunum og jafnvel inn í lyfturnar. Flestar hverjar líta á þetta sem "easy money", það er nú bara svo. Kolbrún kom með skáldlega lýsingu, sem minntu á kafla úr þrjátíu ára gamalli bók "Þegar vonin ein er eftir", í þeirri lýsingu hennar fann ég ekki mikinn samhljóm við þann raunveruleika sem við horfum á í dag, þó eflaust megi draga fram einstök tilvik ofbeldis og niðurlægingar sem ávalt fylgja þessu lífi. 

Ef að vændissla á að vera refsilaus, eigum við þá ekki  að leyfa öllum þeim sem bjóða eiturlyf til sölu að gera það refsilaust, þeir eru kannski ekki beint í þessu fyrir peningana heldur bara af "félagslegri nauð" eins og vændiskonurnar. Nei, það þarf heildstæða löggjöf. Eiturlyf og vændi eru þjóðfélagsböl, fylgifiskur hignandi siðferðis vestrænnar menningar og haldast oftast í hendur. Bið að lokum Drottinn að blessa og  líkna öllum þeim einstaklingum og  fjölskyldum sem líða fyrir þetta og þurfa að heyja lífsbaráttuna í skugga þessa óþverra.


Fyrsta bloggfærsla

Búið að vera annasamur dagur. Fór eldsnemma upp á Keflvíkurflugvöll með Jóa Helga í áritun. Fundur hjá stjórn FHF í hádeginu, ég var ánægður með fundinn. Jonni Garðars bindur mannskapinn vel saman og andinn er ágætur. Ég fór á 3ja jólahlaðborðið á einni viku í kvöld (og það siðasta ætla ég rétt að vona!) Gamli vinahópurinn hittist á Hereford við Laugaveg. Sá staður er nú ekki til að mæla með í jólahlaðborð. Fábreytnin í frambornum réttum var slík að verðlagning uppá 5.500 kr.- var engan vegin réttlættanleg. Enda lítið að gera og þegar líða tók á kvöldið slæddist inn á barinn yngra fólk sem var meira í drykkju- en matarhugleiðingum og fékk staðurinn á sig æ búllulegra yfirbragð eftir því sem á leið. Alls ekki huggulegt fyrir settlega herramenn á sextugsaldri eins og okkur vinina, um það vorum við nokkuð sammála. Jæja Bolton heimsækir Aston Villa til Birmingham á morgun, ég vona að þeir sæki þrjú stig þangað suð´reftir.  Góða nótt, Guð blessi Ísrael og fyrirgefi oss vorar syndir í náðarkrafti sínum. Miskunna þú oss Drottinn.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband